9.11.2008 | 12:33
First Lego
Í gær fórum við í Öskju til að fylgjast með Hirti Geir taka þátt í skemmtiatriði Njarðvíkurskóla í Legokeppninni. Hans hlutverk var að berja húðir í frumsömdum blús sem bar víst ekki nafnið Nauðgun þegar til kom. Í trommusólóinu missti litli trommuleikarinn annan kjuðann en til allrar lukku var hann með auka kjuða á settinu svo hann missti varla slag úr þrátt fyrir óhappið. Tær snilld hjá honum.
Ég setti inn myndir af þessum viðburði ásamt myndum af skemmtiatriði Myllubakkaskóla á vefinn á slóðinni: www.picasaweb.google.com/Njardvik260
Er annars ekki "feðradagurinn" í dag???
Ég verð ekki var við að hann sé haldinn mjög hátíðlegur á þessum bæ
Búinn að bera út, ryksuga og þrífa meðan synirnir sem ættu að hylla þennan merkilega dag liggja í leti eða sofa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.