Ábyrg netnotkun

Í fyrramálið mæta hér í skólann fyrirlesarar til að flytja erindi sín um ábyrga netnotkun. Sennilega er full þörf á að fræða foreldra og nemendur um þessi mál. Ég hlakka til að vita hvort ég muni ekki fá einhverjar ávítur eða geti samsamað mig í þeim dæmum sem tekin verða fyrir. Reyndar er það svo að til eru dæmi um skítkast milli barna á grunnskólaaldri sem fer aðallega fram í commentum á síðum og á spjallrásum. Sennilega er þetta fínn miðill fyrir þá sem aldrei þora að segja neitt fyrir framan aðra heldur breytast í tjáningarhetjur þegar heim er komið, búið að lepja kókómaltið með kexinu og þörfin til að tjá sig fer í fullan ham. Þá er nú bara betra að geta tjáð sig fullum hálsi þar sem maður er hverju sinni.

Bloggsíður sem þessi eru einmitt dæmi fyrir þá sem ekki þora að tjá sig með venjulegum hætti heldur í skotgröfum tölvuheimanna. Sennilega ætti ég að loka síðunni og fá mér gamlan kókkassa til að stíga á þegar ég fæ þörf til að tjá mig.

Hver veit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband