11.11.2008 | 17:41
BH fallinn
Stórtíðindi dagsins eru tvímælalaust að skemmtilegasti þingmaðurinn sagði af sér í dag. Hvort það sé rétt eða rangt, verðskuldað eða hvað þá þarf enginn að velkjast í vafa um að þingið verður ekki eins skemmtilegur vinnustaður þegar þessi mæti maður hverfur úr sölum þess.
Ég þekki Bjarna ekki neitt en hef heyrt hann segja sögur af mönnum og málefnum og skemmtilegri sagnamaður fyrirfinnst varla.
Samt má gleðjast yfir því að BH er með afsögn sinni að setja fordæmi fyrir aðra í hans stétt sem mættu illu heilli hirða pokann sinn og finna sér störf við hæfi. Þá kæmust kannski hæfari menn að og við væru vonandi í betri stöðu sem þjóð. Helsta helsi okkar eru óhæfir ráðamenn sem ráða ekki við að segja allan sannleikann og eru vafðir í vef flokkshollustu og þröngsýni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.