16.11.2008 | 10:30
Ekki fyrir viðkvæmar sálir
Þessa dagana hef ég ekki mikinn áhuga á að blogga. Ýmislegt kemur til sem ekki verður rakið hér.
Hins vegar fékk ég svo kjarnyrt bréf í tölvupósti í gær að ég einfaldlega varð að láta það flakka hér. Hver segir svo að íslenska þjóðin sé ekki reið yfir ástandinu? Pétur Blöndal hélt reyndi að halda því fram á Bylgjunni í liðinni viku.
Bréfið fékk ég frá aldraðri föðursystur minni á Skaganum sem sennilega hefur bliknað og blánað yfir talsmátanum en sendi bréfið vítt og breitt öðrum til uppörvunar og gleði. Haldið ykkur fast!
Hún hefur ansi "góðan" orðaforða þessi unga kona !!!
Ung kona frá Egilstöðum skrifar um mál málanna og sýnir það hvað fólk er yfirvegað og sýnir mikla stillingu á þessum erfiðu tímum.
Hér er greinin:
Ég er að reyna að komast ekki á reiðistigið í "sorgarferli" mínu í umrótinu sem ríður öllu í dag. En, það er að mistakast og maður sér alltaf í bíómyndum að maður eigi að "skrifa" sig frá því sem plagar mann. Só itt gós.....
FOKKJÚ SKÍTA ANDSKOTANS HELVÍTIS DJÖFULSIN DRULLA...... Takk andskotans drulluháleistar sem skriðu úr endaþarmi móður ykkar, "útrásarvíkingatussur". Takk fyrir að stofna lífshögum mínum í hættu. Takk fyrir að ógna félagslegu öryggi mínu. Takk fyrir að stofna fjárhagslegu sjálfstæði mínu í hættu. Takk fyrir að gera börn mín eilífðar skuldbundin Rússaandskotum eða Alþjóðaglæpagjaldeyrissjóðnum. Takk fyrir að gambla með peningana mína fyrir lystifokkingsnekkjur og rándýrar íbúðir á uppsprengdu verði í helstu höfuðborgum heims. Takk fyrir að vera ósýnilegir en forhúðarostalyktin kemur upp um ykkur helvítis sveppagerlarnir ykkar. Hvar eru forsíðurnar nú af ykkur akandi um á Lexusum og Range Roverum? HVAR ERU FOKKING PENINGARNIR OKKAR? Ætlið þið að borga húsnæðislánið mitt, sem er þó íslenskt verðtryggt, en á ábyggilega eftir að rjúka upp í óðaverðbólgu? Djöfull þurfið þið EKKERT að pæla í slíkum smáskít kampavínssjúgandi lirfubellir, ánamaðkar holræsisins, saurbjöllukúkarnir ykkar. Hálfvitar, þið hafið gert Ísland að endaþarmi andskotans og þjóðina að gyllinæðinni. Takk fyrir það. Ef einhverntíman kemur til þess, helvítis andskotar, að ég missi þakið yfir höfuðið, get ekki gefið börnum að borða eða veitt þeim heilbrigðisþjónustu. Þá skal ég láta ykkur vita eitt.
Heimurinn er lítill og það er ekki nokkur kjaftur á þessu andskotans guðsvolaða skeri sem hefur nokkurra hagsmuna að gæta gagnvart ykkur.
Svo mörg voru þau orð í þessari sunnudagshugvekju h4.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.11.2008 kl. 21:33 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.