24.11.2008 | 14:22
Góður dagur
Gærdagurinn var einstaklega góður dagur fyrir margra hluta sakir. Fyrst skal nefna að frú IP hélt upp á fertugsafmæli sitt og um leið fögnuðum við tvítugsafmæli frumburðarins. Allur þessi fagnaður fór fram í friði og spekt, engin slagsmál, enginn piparúði eða neitt slíkt sem hefur einkennt háttalag landans sl. daga.
Í öðru lagi vorum við svo lánsöm að fá til okkar einstaklega góða gesti, bæði vini og ættingja sem komu til að samfagna og allir voru glaðir.
Í þriðja lagi voru veitingar frúarinnar einstaklega vel heppnaðar og virtust fara vel í gesti og magnið sem reitt var fram var einmitt þannig að hóflega mikið var eftir.
Eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig þetta hefur farið í danska fóstubarnið!!! Það mun koma í ljós í dag þegar við fáum úrskurð vikunnar. Það er með þetta barn eins og önnur börn að það þarf að sinna því en einstöku sinnum verður maður að leyfa því að sleppa fram af sér beislinu. Eins og ég sagði við einn veislugesta í gær þá er hægt að lifa með svona dönsku fósturbarni en það á ekki alveg að stjórna lífi manns.
Svo mörg voru þau orð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.