30.11.2008 | 11:18
Bloggleti eða bara leti ???
Að undanförnu hefur hrjáð mig bloggleti.
Hef ekki mikla tjáningarþörf (ótrúlegt en satt!!) og því haldið mig til hlés.
Frá fáu að segja nema að lífið er yndislegt og varla hægt að ætlast til meira en okkur er rétt.
Það eina sem mig langar kannski að tjá mig um er að Fréttablaðið hefur hætt dreifingu í Reykjanesbæ og því höfum við látið af útburði um sinn í það minnsta. Þetta hefur verið frábær hreyfing og ágætis laun fyrir unglingana og því munum við vafalaust leita að nýjum tækifærum á þessum vettvangi.
Fyrst ég er nú byrjaður að tjá mig þá vil ég láta þess getið hér að ég er svo sæll með að búa ekki fyrir norðan í snjó og fannferginu sem er þar nú. Þegar ég fékk skilaboð í vikunni um veðurfarið í firði Hrútanna þá sannfærðist ég endanlega hversu gott er að búa hér og þurfa ekki að vera við kennslu úti í alls konar veðri.
Ekki fleira að sinni,
góðar stundir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Gaman að heyra að þú loksins kannt við veðráttuna í nafla alheimsins. Mér fannst þú hafa nefnilega kvarta svo mikið undan haustrigningunni.......
Kveðja Nonni
Nonni (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.