eldri í dag en í gær!!!

Í kvöld fórum við í 45 ára afmæliskaffi hjá Kollu litlu frænku og hennar ekta kærasta Hadda. Það þarf ekki að spyrja að því að veislan var í alla staði vel heppnuð. Veitingar snyrtilega fram bornar og nóg af öllu þó svo að fjölmenni hafi látið sjá sig þessa litlu fallegu kvöldstund í faðmi jólaljósanna í Sandgerði.

Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að ef systurdóttir mín litla og sonurinn minn stutti eru orðin tvítug þá reikar hugurinn rúma tvo áratugi aftur í tímann og maður veltir fyrir sér hvað maður var sjálfur að vesenast við tvítugsaldurinn. Það er nú ekki svo langt síðan finnst manni. Niðurstaðan verður svo óumflýjanlega sú að maður er sjálfur orðinn nokkuð eldri en þá og þegar maður horfir á þetta unga fólk sem á framtíðina fyrir sér þá veltir maður líka fyrir sér sinni framtíð.

En á einum stað segir að maður geti ekki breytt fortíðinni og að framtíðin sé óskrifað blað. Þess vegna eigi maður að lifa í núinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Svei mér þá ef þetta hefur ekki síast inn í mína lífssýn á þessu ári mikilla breytinga og sviftinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"systurdóttir mín litla og sonurinn minn stutti" ???????????

Kolbrún Ósk (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband