Litlu jólin tvisvar sama daginn!!!

Sl. föstudag fór ég á tvenn "litlu jól". Fyrst í skólanum sem var mjög gaman og svo um kvöldið fórum við á hin árlegu litlu jól á Kirkjuteignum. Þar voru allir mættir og verður að segjast að þetta var alveg einstaklega skemmtileg kvöldstund.

Maturinn var að sjálfsögðu frábær hjá mömmu gömlu og þegar allir voru búnir að éta á sig gat hófust skemmtiatriðin með því að UG family sló um sig með spurningaleik þar sem verðlaunað var á afar jafnréttissinnaðan hátt, svo ekki sé meira sagt. Hjörturinn þandi bassann í "All shook up" að hætti Elvis karlsins Presley. Svo steig á stokk í fyrsta en ekki síðasta sinn "The Gudmundsson family singers". Bandið samanstóð af undirrituðum á gítar og raddbandaþeytingi, Andri spilaði á gítar af sinni alkunnu hógværð, Bergur Óli tók við bassanum af lilla bró sem sat við trommusettið og sló taktinn. Frú Pedersen þandi svo raddböndin af alkunnri snilld og í síðasta laginu sungum við tvíraddað, þó svo að ég efist um að nokkur viðstaddra hafi lagt eyrun eftir því (slíkur var kjaftagangurinn). Við slógum varla nokkur feilpúst en munum vafalaust mæta margfalt betri að ári og þá verður fólk sektað fyrir að geta ekki haldið sér saman þegar aðrir í fjölsk. stíga á stokk. Árni Freyr og Haddi hennar Kollu slógu svo í gegn í líki Páls Óskars og Móniku og Kolla túlkaði flutninginn með leikrænni tjáningu og dansi. Svo stóð systirin í hópnum fyrir fleiri leikjum eins og "Útsvari" þar sem bræður vorir sýndu snilldartakta í leikrænni þjáningu!!!

Sannarlega ljúf og skemmtileg kvöldstund þar sem allir voru mættir og tveir laumufarþegar að auki.

Annars er bara allt að verða tilbúið fyrir jólin á H4, sígrænatréð verður keypt í dag og vafalaust skreytt. Pakkarnir eru tilbúnir og ekkert eftir nema að lesa jólaguðspjallið og syngja jólasálmana, eða þannig!!!

Í gær tókum við svo hesta á hús, þ.e.a.s. Bergur og afi en við hinir aðstoðuðum við gjörninginn. Þá getur afi haldið gleðileg jól fyrst hestarnir eru komnir inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hefur þetta verið skemmtilegt hjá ykkur á Kirkjuteignum, ég efa ekki að þín fjölskylda hafi slegið í gegn með tónlistaatriði og er mjög hneiksluð á kjaftaganginum þegar svona listamenn eiga í hlut. En mér findist ekki vitlaust að fá Ernu stórvinkonu ykkar til að vera áheyrnarfulltrúa í þessum boðum til að halda uppi reglu svo listamenn geti notið sín

Erna Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:14

2 identicon

Takk fyrir frábært kvöld

Kolbrún Ósk (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband