31.12.2008 | 01:19
Jólastúss
Ja, mikið lifandis skelfingar ósköp hafa þessi jól verið góð. Bestu jól í mörg ár að mínu mati. Allt eitthvað svo slakt og afslappað einhvern veginn. Gott að vera í návígi við fólkið sitt en samt eitthvað svo laus og liðugur. Heima er best er kjörorð þessarar fjölskyldu og okkur hefur bara liðið einstaklega vel á þessum fyrstu jólum á H4. Það er komið eitt ár síðan við gengum frá kaupum á húsinu og við erum svo ánægð með það og stolt í alla staði.
Í gær réðumst við feðgar í það þrekvirki að koma heita pottinum fyrir á sínum stað. Það átti að vera létt verk og löðurmannlegt en reyndist vera annað og meira en svo að við gátum ráðið við það svona aleinir. Unnur systir sendi því Ásgeir og Árna í bítið og það varð til þess að við gátum komið pottinum fyrir áður en þeir feðgar ásamt restinni af fjölskyldunni fóru í flug til Tenerife þar sem þau ætla að eyða áramótunum ásamt tengdafólki Kollu litlu sem einmitt varð tvítug í dag. Það munaði nú verulega um meistara Ásgeir sem nú ber þá nafngift enda útskrifaður húsasmíðameistari frá 20. des. sl.
Við létum svo renna í pottinn og ég tók mér bað til að vígja hann og það þarf ekki að spyrja að því að það var einstaklega vel heppnað. Reyndar bíður okkar smá pípulagningavinna svo að allt sé eins og það getur best verið.
Ég setti inn nokkrar myndir frá jólahaldinu og pottverjum að störfum, en þar sem myndaumhverfið hér á síðunni vildi ekki virka hjá mér þá setti ég myndirnar inn á þessari síðu: http://picasaweb.google.com/Njardvik260/JLin2008#
Ef allt gengur eftir þá ætla ég að setja inn síðustu færslu ársins á morgun gamlársdag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:05 | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Okkar innilegustu áramótakveðjur til ykkar allra, frá okkur hérna á Hvalshöfðanum.
Vona að ég fari nú að láta verða af því að kíkja til ykkar.
Hvalshöfðakellingin og company
haddy (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.