1.1.2009 | 04:21
Áramót
Nú árið er liðið í aldanna skaut... og svo framvegis.
Við áttum yndisleg áramót hér á H4. Rokk og rólegheit eins og maðurinn sagði. Strákarnir voru verðugir fulltrúar fjölskyldunnar við sprengingaæðið sem hér átti sér stað. Þvílík og slík dýrð á himninum og hvílík veðurblíða. Ég notaði tækifærið og grillaði lambalæri með tilbehör eins og mig hefur dreymt um að gera í mörg ár. Loksins viðraði til þess að grilla um áramót (alltaf svo mikil ferð á logninu í Hrútó) og viti menn þetta smakkaðist afskaplega vel.
Nonni og co. komu svo í heimsókn eftir mat og eyddu kvöldinu með okkur. Meira segja kom gamla settið af Kirkjuteignum í heimsókn líka þannig að það var mjög góðmennt hér. Sú stutta Katla Rut fór á kostum og var í stanslausu stuði til kl. 2:30 þegar fjölskyldan var að tígja sig út í bíl að þá lognaðist hún út af á handlegg pabba síns. Sannkallaður gleðigjafi þessi litla hnáta.
Svo kíktum við aðeins á Gónhólinn og heilsuðum upp á Alexander og Bylgju. Reyndar var það önnur heimsóknin á einum sólarhring þar sem við kíktum til þeirra í morgungöngunni með fröken Sunnu. Slæm samviska var farin að hrjá okkur sökum heimsóknarleysis á Gónhólinn þannig að við lukum árinu 2008 með heimsókn til þeirra og hófum nýtt ár með heimsókn. Þurfum ekki að heimsækja þau í bráð!!!
Samkvæmt venju hef ég ekki strengt nein áramótaheit önnur en þau að láta mér líða vel og stuðla að því sama hjá mínu fólki og þeim sem ég umgengst. Að auki ætla ég að sinna danska fósturbarninu mjög vel og fagna nokkrum merkum áföngum á leið minni að takmarkinu. Meira um það síðar.
Ég vona að þið eigið gott ár í vændum þrátt fyrir ófaraspár í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sinnið ykkur sjálfum og þeim sem eru í kringum ykkur og þá mun árið verða hið besta trúi ég.
Mér þætti líka vænt um að þið mynduð kvitta við næsta innlit til þess að ég hafi einhverja hugmynd um það hverjir staldra hér við.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Takk fyrir frábært kvöld, yndislegt að vera hjá ykkur eins og ætíð.
Nýárskveðja af Drekavöllunum
Nonni og co
Nonni (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 12:11
Gjúgg í borg. Við kíkjum á ykkur hér.....
Helga Dóra og hinir i Breiðholtinu (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:35
helló. ég er alltaf að kvitta.
Viss um að það nýja verður gott.
Hugsa nú oft til þess hvað þú bjargaðir hjá mér sálartetrinu um þetta leyti á morgun í fyrra.
Þetta skilur nú varla nokkur maður, en þú veist hvað ég meina. Bestu kveðjur frá öllum til allra
haddy (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:49
Kvitt kvitt og gleðilegt ár til ykkar allra á H4 frá M16
Gunni Sveins (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:02
Kæra Haddý. Ég reikna með að þú hefðir gert það sama fyrir mig og mína, þannig að ætli við séum ekki bara svipuð að þessu leyti. Hafið það gott við fjörðinn úfna
H4-260, 2.1.2009 kl. 11:53
uhhh. Fjörðinn fagra meinarðu vonandi, ekki úfna. Ég bý sko enn í Hrútafirðinum skilurðu
haddy (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.