3.1.2009 | 08:29
...og lífið fellur aftur í sinn vanagang...
Sem betur fer er lífið aftur að rata í sinn vangagang eftir ótæpilegt hömluleysi svefns og afslöppunar í jólafríinu. Ný verkefni taka við og spennandi tímar í vændum á mörgum sviðum. Áhrif efnahagsástandsins skekja þó ýmsa fjölskyldumeðlimi og á nýársdag komu tengdó ásamt fleiri íbúum F7 og færðu okkur skelfileg tíðindi á þessum vettvangi. Við vonum bara og trúum að "fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott".
Annars voru áramótin og það sem á eftir kom bara í alla staði frábær. Maður þarf nú sennilega að venjast hávaðamenguninni um miðnætti áramótanna því mér leið eins og ég væri staddur í loftárás á vígvelli einhvers staðar í austrinu. Við skunduðum í bæinn í gær til að skipta jólagjöfum sem við gáfum strákunum því þær þóttu ekki passandi og nýttum ferðina líka í heimsókn til E & E á R73 (hljómar eins og M&M!!). Skemmtileg heimsókn að vanda. Við plönum nú skipulagðar heimsóknir á báða bóga með ótæpilegu heilsusamlegu áti og hlátri.
Maður verður að vera duglegur að sá jákvæðum fræjum í kringum sig ef þau fyrirfinnast, vera duglegur að hrósa og hlæja þegar tilefni er til. T.d. get ég sagt frá þeim jákvæðu fréttum að Andri fékk áframhaldandi vinnu í Húsó þrátt fyrir uppsagnir og breyttan vinnutíma. Það hlýtur bara að teljast nokkuð jákvætt og gott. Það útskýrir hvers vegna ég er kominn á fætur fyrir allar aldir á laugardagsmorgni og innan skamms ætla ég að bruuuuna á kóræfingu í hvíta húsinu og reyna að fínpússa raddböndin og þenja kassann að tenóra sið.
Svo á að vígja reiðhöll Mána í dag og hver veit nema maður skelli sér í skoðunarferð eða þá í göngutúr með hvíta fósturbarnið sem dvelur hjá okkur um þessar mundir. Í leiðinni er tilvalið að viðra danska fósturbarnið sem nú verður vakið af værum blundi til að ná þeim takmörkum sem sett hafa verið fyrir lok febrúar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.