4.1.2009 | 00:38
Four Weddings and a Funeral
Sit með fartölvuna uppi í rúmi og er að klára að horfa á ofannefnda mynd líkt og ég geri á hverjum jólum. Mér finnst húmorinn alveg óborganlegur og Grantarinn fer á kostum sem hvorki fyrr né síðar. Svo taka við hinar bráðfyndnu myndir um Bridget Jones og þá fer að vera fátt um fína drætti í DVD hillum fjölskyldunnar að mínu mat.
Af þessu glápi loknu fer sá gamli að verða tilbúinn í að ljúka jólafríinu með pompi og prakt og takast á við blessuð börnin.
Fórum í pottinn í dag og sátum þar og svömluðum allt of lengi. Svo lengi að ég varð að taka verulega á til þess að koma hjartslættinum í samt lag aftur og varð smá hræddur um að ég myndi bara hrynja niður á pallinn en að sjálfsögðu hrökk pumpan upp á gamalt lag og þá varð allt gott aftur eins og í góðum ævintýrum.
Köttur úti í mýri....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.