"Það er ekkert svo slæmt að maður komist ekki yfir það"

Í dag skruppum við í bæinn í heimsókn og útréttingar. Ekki að spyrja að því að verslanamiðstöðvarnar voru yfirfullar af fólki sem varð til þess að eitthvað varð lítið af innkaupum hjá hinum fjórum fræknu sem ætluðu að eyða inneignarnótum og gjafakortum.

Hins vegar hittist svo skemmtilega á að við hittum fólk sem við höfum ætlað að heimsækja lengi en ekki komið í verk. Í Kringlunni hittum við Auróru og Bjarna, Vestmannaeyinga sem núna búa undir Esjuhlíðum á Kjalarnesi og una hag sínum vel þar. Auróra mælti þessu spöku orð sem eru titillinn að þessu bloggi. Hún og Bjarni hafa nú lent í ýmsu um ævina eins og eldgosi, misst son og sitthvað fleira. Hins vegar er það hverjum manni hollt að hitta svona fólk sem lítur tilveruna svo réttum og björtum augum að maður skammast sín fyrir neikvæðar hugsanir og þunglyndi hvers konar. Ég ætla að gera þessi orð vinkonu minnar að mínum á árinu 2009 og hvet fleiri til að taka það upp með mér "Það er ekkert svo slæmt að maður komist ekki yfir það". Af þessu tilefni vil ég nefna að mér finnst frábært atriðið úr áramótaskaupinu sem Ilmur lék í bankanum þegar hún vildi fá að vita stöðu sína í bankanum. Hún sneri út úr öllu neikvæðu rausi bankamannsins með því að líta á þetta allt sem eitt allsherjar ævintýri. Ingunn mín klikkti svo út með því að segja að ævintýrin enduðu alltaf vel og þá er bara að vera svolítil Pollýanna i þessu öllu saman og trúa því og reikna með að þetta fari allt vel þó svo að það líti ekki út fyrir það í augnablikinu.

Í Smáralindinni hittum við svo Þórunni Bjargshólsmær ásamt Halldóri sínum og dóttur sinni Sigrúnu Helgu sem við höfum skammast okkar fyrir að vera ekki búin að kíkja á (höfum samt gert tvær misheppnaðar tilraunir). Stúlkan er náttúrulega hin bráðmyndarlegasta eins og hún á kyn til og amma Sigrún getur verið hin montnasta af nöfnu sinni.

Það var alveg óvænt ánægja að hitta þessar vini okkar og bætir örlítið samviskuna gagnvart heimsóknarleysinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að marka að hitta fólk í verslunarmiðstöð !!!! Það er ekki svona alvöru heimsóknir... En gott fólk... muna að hringja :) Já og síðan er ég bara aðeins að minna á að kíkja á síðuna ... alltaf nýjar myndir hehehehe

Það var rosalega gaman að hitta ykkur.

Love Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband