26.1.2009 | 11:44
Loksins, loksins
Jæja loksins kemur hér ein færsla, einmana og lítil. Öll þörf til tjáskipta á þessum miðli hefur færst yfir í notkun á fésbókinni sem ég ætlaði sko aldeilis ekki að leggja lag mitt við. Það virðast einfaldlega langflestir vera komnir þangað inn, nema konan mín sem enn þrjóskast við - þó svo að hún sé núna farin að kíkja yfir öxlina á mér þegar ég vafra um á bókinni (í brókinni einni fata).
Lífið gengur sinn vanagang. Danska fósturbarnið þýðist okkur alltaf betur og betur og potturinn er notaður óspart, enda einmuna veðurblíða hér alla daga.
Skruppum norður á Melstað sl. laugardag til að vera við útför Frigga á Ósi. Erfið stund en falleg. Hittum fullt af góðu fólki þó svo að aðrir hafi verið með hundshaus og helst litið undan. Þeirra samviska er þeirra vandamál.
Sjáumst á fésinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Fésið er ekki fyrir alla og ég eins og skynsöm eiginkona þín læt mig hafa það að vera ekki að flækjast þar inni.
Kveða frá Jóni á Völlunum
Nonni (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:47
Já ég er sem sagt ekki eini steingerfingurinn í fjsk. Við erum a.m.k. tvö - ég og Jón á Völlum (hljómar vel, verður ekki nefndur öðruvísi hér eftir)
kona "bloggarans"
IP (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.