7 feit ár og 7 mögur ár

Skondið að ríkið þurfi að hlaupa undir bagga með Glitni þar sem stjórnendur hans hafa makað krókinn duglega á liðnum árum og hafa að launum fengið feitustu starfslokasamninga sem um getur. Þeir hafa greinilega skilið við svo sviðna jörð að ekkert var eftir til að mæta hinum sjö mögru árum eins og í sögunni úr gamla testamentinu. 

Vona bara að þessar örþrifa aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið þó svo að ekki sé hægt að sjá það í dag með krónuna í frjálsu falli eins og fallhlífastökkvara úr hæstu hæðum. Fallhlífastökkvarinn verður að grípa til fallhlífarinnar áður en hann kemur til jarðar til að forða því að illa fari. Kannski eru þessar aðgerðir fallhlíf í frjálsu falli krónunnar. Hver veit?

Ég held að það þurfi að ríkisvæða mig sem fyrst.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfulegt eða ???

Það er gott til þess að vita að allir helstu ráðamenn þjóðarinnar taki saman höndum og haldi þagnarbindindi um ráðagerðir þeirra til bjargar efnahag íslensku þjóðarinnar. Mikið var að þeir viðurkenndu að ekki væri allt í blóma og vonandi verða aðgerðir þeirra okkur öllum til heilla.

Á maður kannski að fyllast ró og öryggi yfir því að landsfeðurnir sáu sér fært að funda um ástandið???

Ekki eru allir fundir til heilla eða mjög gáfulegir, en maður vonar að það eigi ekki við um þennan fund Wink


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wild Hogs

Á meðan ég undirbý síðasta kennsludaginn í þessari lotu þá horfir IP á töffarana í Wild Hogs. Stefnan hjá mér var að taka mótorhjólaprófið í sumar og fjárfesta í hjóli. Hjörtur Geir er alveg ferlega vonsvikinn yfir framtaksleysi föðurins, en ég er búinn að lofa honum að ganga í málið með hækkandi sól og fækkandi kílóum.

Í dag var Norræna skólahlaupið haldið í Myllubakkaskóla. Gaman að sjá aðra hlið á krökkunum en þau sýna í kennslustofunni dags daglega. Nokkrir nemendur komu mér á óvart með því að taka þetta létt og hlaupa allt upp í 10 km. All flestir í góðu skapi en nokkra þurfti að hvetja meira en aðra og sumir sátu bara heima til þess að þurfa ekki að taka þátt GetLost

Vonbrigði dagsins voru að Árni Freyr fékk ekki að spila með í leiknum hjá U17 á Skaganum í dag og að þeir skyldu tapa leiknum.

 


Einn góður fyrir svefninn

Einn góður fyrir svefninn!!

Tvær byttur, Bogi og Örvar, vöknuðu í húsasundi, alveg að drepast úr
brennivínsþrá, málið var bara að aleigan var hundrað og fimmtíukall.
Heyrðu ég er með frábæra hugmynd sagði Örvar,hann fór og keypti sér pylsu fyrir allan peninginn þeirra, fór svo og dró Boga á næsta bar og pantaði fullt að drekka handa þeim.

Þegar að þeir voru búnir með drykkina sáu þeir barþjóninn stefna að þeim með reikninginn,
Örvar brást snöggur við og setti pylsuna í buxnaklaufina hjá Boga og byrjaði að totta pylsuna,
þegar að barþjónninn kom að þeim varð hann alveg brjálaður,

 "DRULLIÐ YKKUR ÚT HELVÍTIS HOMMA ÓGEÐ" öskraði hann á þá.

Þeir stukku upp og hlupu út, án þess að þurfa að borga. Bragðið heppnaðist alveg jafn vel á næsta bar, og næsta, og næsta, og næsta. Í raun heppnaðist þetta svo vel að þegar að þeir skriðu á staðinn sinn í húsasundinu voru þeir alveg á rassgatinu.

"Þarna sérðu hvað maður getur gert með einni pylsu" sagði Örvar.
Þá skellihló Bogi "HAHAHAHAHA, við týndum pylsunni eftir þriðja barinn" Grin

Góða nótt!

Verður er verkamaðurinn launa sinna

Þessi setning stendur í góðri bók. Sennilega hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra aldrei heyrt þessi orð og veit því ekki hvað þau þýða.

Ég rakst á það á bloggrölti nýlega að skv. þessum gjörningi Björns ættu þingmenn einungis að sitja eitt kjörtímabil. Hvað er BB búinn að sitja mörg? Allt of mörg myndi ég segja.

Það er ekki svo oft í opinberri stjórnsýslu að maður í þessari stöðu nái svona vel utan um þau verk sem honum eru falin og að friður sé um þá. Undirmenn Jóhann hafa borið á hann lofsorði og það er meira en segja má um aðra lögreglustjóra á landinu. Sumsstaðar loga lögregluembættin í illdeilum og hafa frásagnir af þeim ratað í blöðin.

Svei þér BB.


mbl.is Jóhann mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fréttum er þetta helst!!!

-Finnskur framhaldsskólanemi drap 10 skólasystkini sín áður en hann fargaði sjálfum sér.
-Íslensk kona stungin til bana í Dóminíska lýðveldinu.
-Vitni óskast að líkamsárás í Reykjanesbæ á Ljósanótt.
-Benjamín Þór handrukkari krefst skaðabóta.
-90 skólabörnum rætt í Kongó.
-250 tilkynningar um grun um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.
-Tveir unglingar dæmdir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum.
-Óttast ofsóknir fyrrum maka.
-Fékk innbrotsþjóf inn á gafl.
-Illvigar deilur frjálslyndra.
-Uppsagnir hjá Íslandspósti.
-Hópslagsmál á Akureyri.
-Tugþúsundir ungbarna veiktust.
-Sértrúarsöfnuður grunaður um barnaníð.

 Hvað er eiginlega í gangi í heiminum???

Svo er maður að kvarta yfir atvinnuleysi!!! Það telst nú varla til tíðinda miðað við þessar fyrirsagnir. Er það nokkur furða að við séum að drukkna úr bölsýni og áhyggjum þegar allir fjölmiðlar landsins eru stútfullir af neikvæðum fréttum úr veröldinni?

Væri ekki rétt að taka upp léttara hjal og blessa blessaða rigninguna hér syðra sem sér til þess að við búum ekki við vatnsskort og skrælnaðan gróður.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Skyldi það ekki líka eiga við þjóðarsálartetrið??? Óli Stefáns neitaði að taka sér í munn neikvæð orð á Ólympíuleikunum í Kína og sagði bara bíbb í staðinn, eins og frægt varð. Ég segi bara bíbb á allar neikvæðar fréttir dagsins.

Lifi jákvæðnin Grin

 


Í helgarlok

Í helgarlok veltir maður oft fyrir sér í hvað helginni hafi verið varið. Því er nú fljótsvarað hér á bæ. Blaðburð, blaðalestur, góðan mat, notalegheit, leti og samveru fjölskyldunnar. Svo merkilegt var það nú Wink ! Að vísu má nú alveg bæta við nokkrum gönguferðum svona til að gæta allrar sanngirni.

Framundan er góð vika. Góð fyrir okkur sem njótum þess að vinna. Góð fyrir okkur sem fáum að hitta góða vini og ættingja í vikunni. Góð vika fyrir okkur sem erum að setja okkur markmið og vinnum að því að framfylgja þeim. Góð vika fyrir okkur sem unnum helgunum að loknum vinnuvikunum.
Spaklega mælt eða maklega spælt eins og Bibba á Brávallagötunni hefði sagt. Talandi um Bibbu finnst mér að það mætti alveg fara að endurflytja blessaða konuna og óborganleg spakmæli hennar.

Hver veit nema að nýja vikan beri eitthvað spennandi í för með sér. Spennandi fyrir þá sem eru að leita að vinnu, hver veit??? Í það minnsta vorum við minnt all rækilega á það á föstudagskvöldið að það er um að gera að njóta nútíðarinnar því við vitum engan veginn hvað framtíðin ber í skauti sér og að það þýðir ekki að súta fortíðina.

Góða vinnuviku.


Í skóla myllunnar við bakkann

Þá er það komið í ljós að ég verð í það minnsta fram á næsta fimmtudag í Myllubakkaskóla í forföllum frú Ölmu Vestmann. Besta mál og gott að fíla sig ekki sem atvinnulausan á meðan. Reyndar finnst mér þetta bara hálfgert dútl því konan er með það litla kennslu en um leið svolítið krefjandi. Þegar þetta er skrifað er ég t.d. með nemanda í sérkennslu en þar sem þetta er svo góður dagur og ég í svo ljómandi skapi þá leyfði ég honum að fara í tölvuna. Reyndar er hann að vinna námsverkefni á vefnum núna en svo má hann leika sér smá í henni á eftir því hann er svo duglegur.

Að öðrum málum. 

Fjölskyldan verður nú árrisulli með hverjum deginum. Allir meðlimir hennar voru komnir út úr húsi og farnir að hreyfa sig kl. 6:30 í morgun. Já klukkan hálf sjö. Trúi því hver sem vill Wink .  Bergur hljóp Grænáshringinn inn á Fitjar og svo heim. Andri gekk tvo Gónhóla og við hin sáum um að fréttaþyrstir nágrannar okkar fengju Fréttablaðið inn um bréfalúgurnar sínar á réttum tíma. Hraðinn á okkur er orðinn svo mikill að við sláum tímamet á hverjum morgni næstum því Cool

Svo á bara að taka helgina rólega og reyna að hreyfa sig og gæta að ofátinu ;-)

Ps. Ef veður leyfir ætla ég að sækja heita pottinn í dag og reyna að koma honum fyrir um helgina ef ég fæ einhvern til að sinna rafmagninu við hann. Svo er bara að fara að njóta hans. Við erum nefnilega búin að sakna þess verulega að hafa ekki pott síðan við fluttum að norðan. 


Ljósastaurar

Ég ók Reykjanesbrautina í gærkvöldi sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að veðrið var vont, rok og rigning að Suðurnesjasið.
Ekki bætti úr skák að ljósastaurarnir á hinni frábæru og margumræddu tvöföldun voru flestir ljóslausir. Í gegnum Hvassahraunið og allt upp á Strandaheiði logaði ekki á einum einasta staur og því gripu fjölmargir til þess ráðs að keyra með háu ljósin. Þegar nær dró heimahögum skánaði ástand lýsingarinnar örlítið en mér finnst vanta furðu marga staura miðað við það að í fyrravetur var þetta málefni tekið fyrir í Reykjavík síðdegis og þá var rætt við einhvern fulltrúa Vegagerðarinnar sem kom fram með innihaldslitlar afsakanir.
Maður hefði haldið að eftir þau slys sem hafa átt sér stað á þessum vegi í gegnum árin - og þau eru sko ekki fá - þá myndu eftirlitsaðilar standa betur að þessum málum

Sussu svei.


Ógisslega góður !!!

Fékk þessa sögu senda í tölvupósti frá Gunna Sveins sérfræðingi í Bumbusjóðnum á Hvammstanga.
Læt hann flakka hér sökum hversu góður hann er:

Eldri dama gengur inn í Gull og Silfur á Laugavegi og fer að skoða í kring um sig í rólegheitunum. 
 

Hún sér gríðarlega fallegt demantaarmband og gengur að sýningarborðinu til að skoða það nánar.
 
Þegar hún svo beygir sig yfir borðið til að sjá betur, prumpar hún óvart.
Hún fer mjög hjá sér og lítur vandræðaleg kringum sig til að athuga hvort nokkur hafi tekið eftir þessu litla slysi hennar og vonar jafnframt að það komi ekki einhver sölumaður akkúrat meðan lyktin svífur um hana.
 
Hún snýr sér varlega við og til að fullkomna martröðina, stendur ekki bara sölumaður beint fyrir aftan hana !?
 
Svellkaldur sölumaðurinn sýnir fullkomna fagmennsku þegar hann heilsar eldri dömunni og spyr hvort hann getir aðstoðað hana á einhvern hátt?
 
Mjög vandræðaleg, vonar sú gamla að sölumaðurinn hafi ekki staðið fyrir aftan hana einmitt á þessu viðkvæma augnabliki rétt áður, spyr hún, hvað kostar svo þetta fallega demantaarmband?
 
Hann svarar,
 
Kæra frú, ef að þú prumpaðir bara yfir því að líta á það, áttu eftir að skíta upp á bak þegar þú heyrir verðið !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband