Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðifréttir

Gleðifréttirnar eru þær að við vorum að skoða Menntagátt framhaldsskólanna og þar sáum við að báðir stóru strákarnir okkar eru búnir að fá skólavist í FS næsta vetur. Núna er bara að finna skóla handa mömmunni Wink


Ekki til sölu

Já, viti menn. Fíni leðurletisófinn okkar er ekki lengur til sölu. Strákarnir voru mjög óánægðir með að við ætluðum að selja sófann því þeim finnst svo þægilegt að liggja marflatir í honum. Í kvöld gerði Bergur Óli þá uppgötvun að þetta væru í raun þrír sjálfstæðir stólar sem eru festir saman með tveimur járnum. Þannig að það eru allar líkur á að sófinn fari í kjallarann á H4 eftir allt saman Tounge Þá er bara spurningin hvað við eigum að gera við bláa horn-svefnsófann sem búið er að setja saman niðri í sjónvarpsskotinu. Kannski hann verði bara settur í Engjaselið ef við getum leigt herbergið út í vetur (vonandi til einhvers landsbyggðarfólks sem er í námi í Rvk).

Í dag vorum við bara dugleg. Það þurfti að sjálfsögðu að fæða smiði líkt og alla aðra daga upp á síðkastið. Fórum með sendilinn til Jóa ofurbílasala en hann er sennilega búinn að krækja í væntanlega kaupendur sem fóru í reynslutúr í dag og sitja sveitt heima að reikna. Vonum bara að þetta gangi eftir. Gerðum fellihýsið klárt í átök helgarinnar (þrifum og fylltum á helstu geymslur, mat og bjór og fleira nauðsynlegt!!!). Svo á að skutlast á Suðurlandið með strákagemlingana í útilegu.

Andri var aldrei slíku vant með fréttir á heimleiðinni í dag. Það á að flytja hann um deild í Húsó. Núna á hann að vera í gólfefnadeildinni virka daga og í áhaldaleigunni/skrúfubarnum um helgar. Smá tilbreyting. Engu að síður fær hann ekki frí um verslunarmannahelgina og kemst þar af leiðandi ekki til Eyja með vinum sínum Frown

Það styttist í allar þær utanlandsferðir sem fyrirhugaðar eru. Ein vika í Svíþjóð og tvær vikur í Silverstone Cool og svo í lokaflutninginn suður í Reykjanesbæ (er að reyna að venja mig við að nota þetta nafn!!)


...og norður aftur

Nú fer norðurferðunum fækkandi, hlýtur að vera. Bíllinn tæmdur í morgun með hjálp Andra sem var kominn óvenju snemma á fætur. Allt í góðu standi á H4. Garðurinn mjög fínn eftir runnaklippingu og mosatætingu. Bílskúrinn fullur af gluggum og lausafögum sem Ásgeir hinn handlagni mágur vor er að smíða. Svo var kíkt í morgunkaffi á Kirkjuteiginn. Pabbi var hinn lukkulegasti því honum hafði fæðst merfolald í nótt, Hátíð heitir hún í tilefni dagsins.

Rokk og rólegheit á heimavellinum þar sem allt er nú að verða frekar tómlegt og skrýtið. En bara skemmtilegt líka því það er að verða svo fínt á H4. Hjörtur á frí á morgun og ætlar að taka það frí mjög hátíðlega því hann hefur ekki fengið einasta einn frídag, eins og hann segir sjálfur, í sumar. Það er alltaf verið að biðja hann um að gera eitthvað eða níðast á honum til vinnu. Honum finnst nú reyndar ekki slæmt þegar hann er beðinn um að gera eitthvað sem krefst véla því það finnst honum gaman.

Útilega á Suðurlandi um helgina með Ernu og Elíasi. Vonum að veðrið leiki við okkur þar.


Suður, norður og suður aftur - allt á einum sólarhring

Já geri aðrir betur Wink

Til þess að nýta sendibílinn sem best, áður en hann vonandi selst, sníkti ég far með Stínu mágkonu til Rvíkur og leysti þar út sendilinn sem staðið hafði á bílasölu JR. Brunaði beint norður í gesti og svo fleiri gesti og svo var farið að hlaða í bílinn. Hver smuga er nýtt sem best og innan skamms ætla ég að bruna suður aftur til að nýta Andra í smá burð að morgni þjóðhátíðarinnar. Svo á að brööööna norður aftur og sýna bílinn á Hvt. Vonandi verður sala úr því.

Helgin gekk í alla staði vel. Í mörg horn var að líta og ekki hægt að neita því að við skötuhjúin værum frekar framlág og erum enn. Annars skildist mér á sumum að þetta væri nú ekkert til að vera að fjargviðrast yfir. Þetta væri bara svona törn og senn væri hún búin. Þetta væri nú líka að verða búið hjá okkur hér fyrir norðan, hvort þetta væri ekki síðasta giggið okkar!!! Engu að síður var þetta drulluerfitt og þó svo að einhverjum sem stendur fyrir utan finnist þetta vera bara létt sveifla þá var þetta bara þó nokkuð löng og erfið sveifla að okkar mati. Sitt sýnist hverjum.

Ég held nú af stað á troðfullum bíl í von um að löggan sofi á sínu græna.

Gleðilega ferða-þjóðhátíð....


14. júní

Brjálað að gera. Í mörg horn að líta enda erum við bara tvö sem stöndum að ættarmótinu ásamt Kjartani Óla og Stínu Lóu og vel völdum aðstoðarmönnum, t.d. sonunum tveimur sem aldrei sleppa þegar eitthvað svona er um að vera. Sennilega verða þeir manna fegnastir að losna við þetta kvabb þegar við skjótum rótum á nýju landsvæði og við aðrar aðstæður.

Í dag er hátíðisdagur hjá elskulegri systur minni sem í morgun útskrifaðist úr KHÍ með láði. Það er eitthvað annað en druslan hann bróðir hennar sem á enn eftir allt of margar einingar. Shame on you Frown

Til hamingju með daginn elsku Unnur.


Ættarmót

Þá er hafið stærsta ættarmótið sem við höfum staðið að hér í Rsk.  Allt fer ljómandi vel af stað enda bara örfáir mættir. Kjartan er orðinn sveittur fyrirfram og á vafalaust eftir að verða enn sveittari áður en yfir lýkur. Á morgun er svo aðaldagurinn og maður verður örugglega kominn með nuddsár af göngu og arki milli húsa, enda formið svo ótrúlega gott, eða þannig.

Stína Lóa er mætt með Sollu stirðu sem frekar ætti að heita Emma öfugsnúna þessa stundina. Hún er að athuga hvað hún getur stjórnað miklu þegar mamma hennar er nálægt. Annars eru bara allir nokkuð slakur, undirbúningi er að mestu lokið og fátt framundan annað en að skella sér í pottinn með besta vininum herra Tuborg.

Ekkert verður unnið á H4 þessa helgina og sumir eru orðnir óþreyjufullir og vilja klára að mála eldhúsið og flytja það dót sem hægt er sem fyrst. Nota bene þessir sumir eru við bæði enda spennandi tímar framundan. Áætlaður lokaflutningur er um 12. júlí nk. Milli utanlandsferða sem trufla þessa flutninga svolítið.

ÞG


Frelsi ég finn...

... sungu Sandlóurnar fyrir nokkrum árum og segja má að Bergur Óli hafi sungið það i dag því í morgun renndum við feðgarnir á Blönduós þar sem hann fékk æfingaleyfi á létt bifhjól, eins og það heitir. Með það brunaði hann á vespunni til vinnu í skálanum og var einungis 13 mínútur á leiðinni. Í kvöld skrapp hann á Tangann til að hitta Fríðu sína og var 23 mínútur á leiðinni þangað en eitthvað lengur á heimleiðinni sökum mótvinds. Einhverjir munu vafalaust hneykslast á því að barnið sé að aka eftir þjóðveginum á vespuómynd og það verður bara svo að vera.

Stór helgi framundan þar sem Þóroddsstaðaættin ætlar að halda ættarmót á Rsk. Reiknað er með um 170 til 180 manns í mat á laugardagskvöldið. Einnig mun einhver fjöldi mæta í morgunmat báða morgnana. Þetta verður mikil vinna og blessunin hún Stína Lóa ætlar að koma og hjálpa okkur. Það er gott að eiga góða að. Kannski þurfum við að fá fleiri til hjálpar en það kemur betur í ljós á morgun. Rétt að fara að skríða í bælið og hvíla sig fyrir átök helgarinnar.

Tókum ákvörðun um að skella okkur á NLR-mót í Svíþjóð í lok mánaðarins ef tengdó er tilbúin að koma og hugsa um hin vinnandi barnabörn (barnaþrælkun eða hvað?)

Gute Nacht!!! Eitthað er ég farinn að slappast í þýskunni og hver veit nema að ég fari að blogga á því ágæta máli til að rifja upp gamla takta.

ÞG

ps. Höfum heyrt að ólíklegasta fólki sem hefur rekist hingað inn. Það væri gaman ef þið mynduð kvitta eða skrifa athugasemdir við færslurnar Wink


Sláttudagurinn mikli

Blíðan í dag var notuð til að slá nánast allt sem hægt var að slá á Rsk. Reyndar byrjaði dagurinn á skemmtiatriðum því sökum þess að verið er að skipta um alla glugga á Strákavistinni þurfti að flytja allan þvottinn úr þvottahúsinu (og það er ekkert smá magn sem til er þar) því allt fer í ryk við þetta rask. ÞG var að slá hjá sundlaugarkvikindinu svo IP varð að sjá um tilflutninginn og fengum við hina duglegu syni okkar til hjálpar. Sundlaugin var tæmd og þrifin og svo þurfti að gefa smiðunum að éta í allan dag og tók það sinn tíma. Bergur fór til vinnu en Hjörtur vann við sláttinn í allan dag með pabba gamla og hjálpaði mikið til blessaður.

Núna er grillið að hitna og framundan er grillveisla að hætti hússins þegar Bergur er kominn heim. Svo á að halda áfram að slá í kringum húsið og skella sér í pottinn eða horfa á Grey's. Fyrsti Tuborginn er tómur og tilfefni til að opna annan.

Skál


Whitesnake

Þá erum við komin heim í fjörðinn þar sem hitinn hafði lækkað úr 12 gráðum niður í 4 gráður. Þokubakki yfir firðinum en fallegur var hann fjörðurinn langi.

Strákarnir skemmtu sér hið besta á tónleikunum með öldungunum í Whitesnake. Bergur fór í ökutíma á vespunni og gekk vel í umferðinni í Hafnarfirði. Svo er bara að sækja um æfingaleyfið og stefna á bóklega prófið.

Eins og vanalega var þeytingur á fjölskyldunni þessa fyrstu tvo daga í vikunni og verður svo fram yfir helgi. Vonum bara að veðrið haldist gott.

ÞG


M1

M1 er nafnið á námskeiðinu sem Bergur Óli er að byrja á morgun. Þá ætlar hann að hitta Hauk ökukennara á Völlunum og saman ætla þeir að æfa listir sínar á vespu. Sem sagt það þarf að skutla vespugreyinu upp í hestakerru og bruna með það suður strax eftir vinnu á morgun. Að sjálfsögðu á að nýta ferðina til flutninga og nú standa hér á gólfum allar ferðatöskur fjölskyldunnar fullar af fatnaði sem enginn þarf að nota (að sögn IP), rúmfötum og fleiru úr skápunum. Síðan á að tæma töskurnar og þeyta þeim aftur norður til áfyllingar.

Helgin gekk mjög vel, Gunni sagði já og Marín sagði líka já og þau lifðu hamingusöm til æviloka. Veislan var stórfín, reyndar svolítið mikið að gera á tímabili en þannig á það kannski bara að vera. Allir í veisluskapi og sérstaklega takandi til þess hversu góð börnin voru. Marhissa fór að sjálfsögðu í kjól í tilefni af brúðkaupinu og var í sérstöku hátíðarskapi, enginn vissi af henni en margir veltu fyrir sér hvað við hjónakornin værum að gera með svona fallega fjögurra ára stúlku. Ingunn reyndi að ljúga af einhverjum að hún ætti hana, en það þótti ekki trúverðugt.

Matarboð á höfða hvalsins í skemmtilegum félagsskap. Núna eru að hefjast alls kyns síðustu heimsóknir og margir þurfa að ræða þetta brotthvarf okkar héðan. Síðla kvölds var svo haldið í höfuðstaðinn og kíkt á nýbökuðu hjónakornin og skemmt sér þar við bjórsull, spjall og fleira skemmtilegt.

Frumburðurinn setti upp ljós í sjónvarpshilluna margumtöluðu ásamt Hadda hennar Kollu frænku í Sandgerði. Takk fyrir hjálpina Haddi minn. Spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

Ekki fleira að sinni....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

H4-260

Höfundur

H4-260
H4-260

Nú hefur fjölskyldan komið sér fyrir á H4 og þá notar fjölskyldufaðirinn tækifærið til að skrá skoðanir sínar á síðunni.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...img_102
  • img 075
  • laddi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband