Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.7.2008 | 23:30
og nú tekst það (",)
Við erum núna á Rsk og erum að þrífa og ganga frá og gera allt klárt til þess að yfirgefa svæðið að fullu. Fyrir fullt og allt. Á morgun verður síðasta ferðin í flutningunum farin suður ef undan er skilinn heiti potturinn og kerran. Að öðru leyti er alt klárt í að verða Reykjanesbæingur með öllu því sem því tilheyrir.
Strákarnir verða eftir hjá Villu Boss í góðu yfirlæti og vinna um helgina. Við gömlu ætlum að reyna að gera atlögu að kössunum á H4 og koma okkur fyrir.
Löngu og viðburðarríku tímabili í lífi okkar er senn að ljúka. Hér fyrir norðan höfum við:
Eignast tvo syni
Eignast marga vini og kunningja
Sungið í kórum
Sinnt öðrum áhugamálum okkar
Vaxið og dafnað
Elst og fitnað
ÞG fann fyrstu gráu hárin í vöngunum hér á Rsk (þarf engan að undra)
Sent elsta barnið frá okkur á heimavistarskóla (Big mistake!!!)
Átt hesta, hund, ketti, kindur, hænur, finkur, salamöndrur og endur
Skipt um bíl oft á ári í það minnsta
Elskast og verið hamingjusöm
... og núna er þessu að ljúka. Við trúum því að í öllum erfiðleikum reynist tækifæri og við vitum að þegar þessu tímabili lýkur mun nýtt hefjast með nýjum áskorunum og hamingju.
10.7.2008 | 01:12
Næst síðasta ferðin
Í dag var troðið í sendibílinn og hestakerruna og jeppann öllu því sem komst og það var nú drjúgt svo ekki sé nú meira sagt. Allt of seint lögðum við af stað til að koma bræðrunum til vinnu og halda suður með skrudduna okkar meðferðis. Ferðin gekk vel og þegar komið var á H4 var byrjað á að ryðja leiðina til að koma farangrinum á sinn stað. Eitt og annað þurfti að fara út svo hægt væri að koma nýjum hlutum á sína staði. Það sem olli okkur vanda og áhyggjum var blái svefnsófinn og gamli brúni sófinn sem hefur prýtt stofuna á H4 upp á síðkastið. Úr rættist heldur betur því þegar við feðgarnir vorum í þann mund að troða þessum sófum inn í sendilinn fæddist sú hugmynd að heimsækja Guddu móðursystur og spyrja hvort hún vissi um einhvern sem hugsanlega hefði not fyrir annan hvorn. Gudda var nú ekki lengi að koma sófunum út því Jóhanna dóttir hennar er að flytja suður (á Völlinn eins og allir aðrir í fjölskyldunni) og Inga Sif sem er nýbökuð mamma gátu og vildu fá þá. Mikill léttir þar. Þessi ráðstöfun vakti upp minningu frá því að við IP vorum á hótelinu í Stokkhólmi í síðustu viku að þar var áletrun uppi á töflu "The Secret of Having is Giving".
Við erum semsagt komin með allt það helsta frá RSK. Á morgun er fyrirhugað að brööööna aftur norður til peyjanna og tæma hús og bílskúr auk þess að þrífa það sem eftir er. Svo er bara að finna náttstað og klára dæmið þarna. Strákarnir eru að vinna út næstu viku og þá ætlum við að vera búin að koma okkur fyrir hér syðra og leggjast í ferðalög og slíkt með drengjunum.
Langur dagur er að kveldi kominn og kominn tími til að ganga til náða í svefnherbergi hjónanna að H4 í fyrsta skipti og það meira segja í hjónarúminu. Sumir eru orðnir þreyttir og illa haldnir eftir burð dagsins, fyrst inn í bíla og kerrur og svo út úr þeim aftur. Og allt tókst þetta nú án utan að komandi hjálpar og geri aðrir betur
8.7.2008 | 22:44
Og allir komu þeir aftur
og enginn þeirra dó.
Nei öðru nær. Við erum komin aftur heim til föðurlandsins heilu á höldnu. Reyndar stoppaði undirritaður stutt við því á föstudagsmorguninn rifum við feðgar okkur upp á ókristilegum tíma og skunduðum upp í flugstöð þar sem við hófum ferðalagið á Silverstone. Langþráð stund, og þá sérstaklega fyrir Andra. Ferðin stóð fyllilega undir væntingum og erum við strax farnir að skipuleggja næstu ferð. Eitt er þó víst að við munum frekar ferðast á eigin vegum heldur en að sitja uppi með ómögulegan fararstjóra sem klúðraði fyrir okkur sunnudeginum þannig að það verður lengi í minnum haft. Hann hafði af okkur fornbíla kappakstur því hann vildi endilega halda af stað til London sem fyrst. Ég var nett frústreraður þegar ég uppgötvaði þetta líkt og flestir í hópnum því þetta var bara kornið sem fyllti mælinn hjá aumingja drengnum. Enda lét hann ekki sjá sig meira í ferðinni heldur flaug til Barcelona með fyrsta flugi og unir vonandi vel sínum hag.
Restin af fjölskyldunni brá undir sig betri fætinum og frú Ingunn brunaði með fellihýsið í eftirdragi á Landsmót hestamanna á Hellu. Það eru nefnilega 22 ár um þessar mundir frá því að Ingunn elti ungan Keflvíking á sama stað á samskonar mót, en sennilega fór hún í öðrum tilgangi nú (eða það vona ég). Bergi hafði víst verið lofað því að hann fengi að fara á Landsmót og stóð fastur á því þó svo að stefnan hefði verið tekin á Silverstone sömu helgi (gott hjá honum). Nú eins og Ingunnar er von og vísa þá gekk þetta allt saman vel, hún hafði fyrirfram áhyggjur af því að þurfa að þvælast um Reykjavík með fellihýsið í eftirdragi en það voru óþarfa áhyggjur því hún ók þetta eins og hershöfðingi sögðu synirnir.
Helgin var sem sagt í þágu sonanna og það er vel.
Þegar undirritaður kom heim í fjörðinn sem var hulinn þoku og kulda brá honum heldur betur í brún því Ingunn og litla systirin hún Stína Lóa voru búnar að tæma öll herbergin og pakka öllum herlegheitunum inn í stofu svo nú er verið að raða í sendibílinn (sem enn er óseldur ) og svo á að fylla jeppann og hestakerruna og þá er vonandi bara ein ferð eftir í vikulokin.
Löngum og ströngum flutningi fer að verða lokið og mikið verða nú allir fegnir þegar þeir eiga bara heima á einum stað eins og HGÞ sagði svo snyrtilega um daginn. Hann var sem sagt ekki að kvarta yfir ástandinu en vill bara fara að hafa þetta einfalt og gott á einum stað.
Kærar þakkir fyrir hjálpina elsku Stína mágkona. Þú bregst ekki nú frekar en endra nær.
2.7.2008 | 12:24
Arlanda airport
Tha erum vid komin a flugvollinn i Arlanda eftir 3ja klukkustunda akstur med Mikka silfurref. Hann var svo almennilegur ad bjoda okkur fra fra Vadstena alla leid hingad a flugvollinn. Vid tekkudum inn timanlega og erum bara ad vafra um og skoda. Tad stendur til ad kaupa nokkra kalda fyrir karlinn fyrir flugid tvi fyrst fljugum vid til okkar fornu hofudborgar i Danmorku og svo heim i rokid.
Ymislegt hefur a dagana drifid, baedi her ytra sem og heima. Ekki er allt birtingarhaeft svo adeins tad sem stenst ritskodum mun rata hingad inn i fyllingu timans. Motid i Vadstena var frabaert. Vid vitum nuna allt um tennan bae og klaustrid og hollina sem og tad helsta i nagrenninu. Tad var aldelis trivligt ad hitta norraenu vinina og eiga med teim glada stund. Tad sem var sennilega merkilegast a dagskranni hja teim var pilagrimsganga sem allir tatttakendur toku tatt i. Tar var logd ahersla a ad ganga haegt og i algerri togn og fyrirfram bjuggust allir vid tvi ad tad myndi ekki ganga hja mer en viti menn, tetta gekk bara mjog vel og eg skaffadi tetta alla leid steintegjandi.
Vid erum vaentanleg til Kef um 9 leytid i kveld og ta er mesta tilhlokkunin ad hitta strakan og raeda ymis mal sem upp hafa komid og plana helgina og tad sem framundan er.
28.6.2008 | 06:24
Vadstena her vi kom
Godan dag. Tha erum vid risin ur rekkju og buin ad borda continental morgunmat her a Central Hotel. Nuna bidum vid eftir tvi ad vinir okkar Hase og Britt-Louise saeki okkur tvi tau hafa bodid okkur far til Vadstena tar sem motid fer fram. Um tad bil triggja klst ferd. Tad er tilhlokkun i okkur ad hitta vini okkar af Nordurlondunum og tha serstaklega Finnana tvi teir eru svo skemmtilegir.
Bestu kvedjur heim og tha serstaklega til ykkar strakar sem erud einir heima. Vid erum stolt af ykkur og elskum ykkur
Mamma og pabbi
27.6.2008 | 16:21
Heja Stockholm
Tha erum vid komin til Stokkholms en vid thurftum ad bida i tvo tima i flugstodinni tar til verkfallid leystist. Ferdin gekk vel og vid erum buin ad skanna Drottningargotuna og versla pinulitid. Adallega hefur Thorri verslad tvi hann gleymdi einu og odru heima fyrir a Rsk. Verst var ad vera nanast skolaus tvi vid eigum ad fara i fjallgongu (ubbs) og sitthvad fleira. Vonum ad allt se i godu yfirlaeti heima hja strakunum okkar sem eru allir saman a Rsk um helgina.
Bestu kvedjur fra Central Hotel i Stokkholmi
Ingunn og Thorri
27.6.2008 | 00:11
Miðnæturspeki
Nú er nýr dagur að renna upp og óðum styttist í ferðina til Vadstena við Vättern í Svíþjóð. Vonum að Ingunn skáni í bakinu og að við þurfum ekki að bíða mjög lengi í FLE á morgun meðan flugumferðarstjórar bora í nefið og klóra sér í ra.........
Nú er ekkert fyrir stafni nema að taka á sig náðir og reyna að hvílast fyrir ferðalagið. Ég hitti Gunnu systur hennar Ernu vinkonu í Kringlunni í dag þar sem hún strunsaði áfram með ákveðnu göngulagi sínu. Hún hrósaði mér fyrir bloggið og þá kom í ljós ein til viðbótar sem kíkir hérna inn. Vona að einhver hafi gaman að þessu röfli.
Mæli sterklega með kjúklingasalatinu á Café Flóru í Laugardal í góðra vina hópi. Einstaklega skemmtilegur staður og góður matur.
Hér á H4 er mjög flutningslegt um að litast og ekki loku fyrir það skotið að eitthvað af okkar munum lendi hjá Græna hirðinum eða á sölusíðu Barnalands því við eigum allt of mikið og höfum ekki heilu byggingarnar til að geyma gersemarnar í eins og á Rsk. IP talar um að þurfa að dveljast hér í tvo daga þegar við komum heim til að koma skipulagi á óreiðuna.
ÞG
26.6.2008 | 11:24
Heija Sverige
Þá er allt að verða reiðubúið til brottfarar. Búið að stafla í sendilinn og frúin ætlar með allt þetta brothætta í sínum bíl. Svo á að hitta skemmtilegt fólk í Grasagarðinum í dag og drekka með því kaffi. Síðan á að tæma sendilinn á H4 og halda upp í flugstöð í fyrramálið í næstum því vonlausri von um að fá að halda úr landi. Flugumferðarstjórar halda nefnilega landinu í gíslingu með kjarabaráttu sinni. Ef við komumst út þá ætlum við að eiga góða stund í Stokkhólmi (í tilefni af 19 ára brúðkaupsafmæli okkar núna í vikunni ) áður en haldið verður til Vadstena að hitta skólabúðinga af Norðurlöndunum.
Bloggfrí um sinn.
Formúla eitt eftir rúma viku með Andra Má sem búinn er að losa sig við 20 kg. á 9 mán. Ég held hins vegar sem fastast í mín kg.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 22:10
Logn og blíða sumarsól
Ótrúlegt en satt.
Í dag var logn í Hrútafirði lengst framan af degi og heyrir það til tíðinda. Svo mikilla tíðinda að Steini smiður fór úr að ofan og við hjónakornin (reyndar erum við voða lítil korn svona vel vaxin eins og við erum) fórum í sólbað við sundlaugina í hádeginu í dag. Rétt nógu lengi til að svitna og fá smá lit en ekki nógu lengi til að brenna, sem betur fer. Síðan var haldið áfram að puða. Við puðum voða mikið þessa dagana og dagarnir þjóta hjá á miklu meiri hraða en áður. Við erum að sinna staðarhaldi hér á Rsk, fæða smiðina, ganga frá á okkar skrifstofum og víðar og sinna því sem upp á kemur hverju sinni. Utan vinnunnar erum við að reyna að ganga frá og pakka niður. Leiðrétting: Það er IP sem er að ganga frá og pakka niður. Ég gegni einhverjum öðrum störfum eins og að skrifa blogg og fleira.
Á morgun er síðasti dagurinn okkar hérna heima fyrir, í júní a.m.k., því við förum suður á fimmtudag og út til Svíþjóðar (ef flugumferðarstjórar lofa) á föstudagsmorguninn. Strákarnir verða bara að sjá um sig að mestu sjálfir. Andri ætlar að koma heim um helgina en svo verða þeir bara í vinnunni og hjá Villu boss þess á milli.
Hér um slóðir er farið að vanta tilfinnanlega vætu. Það er eitthvað annað en í rigningarrassinum sem við erum að flytja í. Það hefur varla gerst að við séum fyrir sunnan að það rigni ekki eitthvað. En engu að síður eru tún farin að brenna og í kringum byggingarnar hér á Rsk er jörðin farin að springa af þurrki.
Eitt er óþægilegt þessa dagana. Fólk er farið að kveðja okkur þegar við komum í búðina og víðar. Um leið tjáir það okkur að það óski okkur velfarnaðar á nýjum slóðum en sjái á eftir okkur úr samfélaginu. Þetta finnst mér óþægilegt og myndi helst bara vilja hverfa á staðnum. En svona er þetta. Við erum búin að búa hér svo stóran hluta af okkar ævi að það hlýtur að skilja eitthvað eftir sig.
Setti inn myndir úr veiðiferðinni.
ÞG
22.6.2008 | 23:43
Í helgarlok
Jæja gott fólk. Þá er fyrsta útilega sumarsins að baki. Mikill sprettur að komast af stað á eftir Ingunni sem fór á sendlinum fullum af "drasli". Við feðgar spýttum í og náðum að hitta frúna á Olís í Norðlingaholti þar sem hún stökk um borð og svo var brunað í LH-útilegu að Brautarholti á Skeiðum.
Við hittum þar okkar góðu vini og áttum með þeim frábæra helgi ásamt fjölmörgum öðrum sem voru samankomnir þarna í sama tilgangi og við. Að vera í návígi við Ernu vinkonu okkar er oft á tíðum ansi lærdómsríkt og mannbætandi, og þá sérstaklega fyrir mig Þeir sem okkur þekkja vita að hún baunar ansi oft á mig einhverjum vel völdum pílum sem oft hitta í mark og skilur mig oft eftir annaðhvort sármóðgaðan eða uppstökkan. Eins og um árið þegar hún kallaði mig tepru. Ég var sár út i hana í langan tíma og vissi ekki hvað ég hefði til unnið að verað kallaður þessu ónefni. Langt er um liðið síðan þetta var en núna um helgina viðurkenndi hún að hún yrði meiri og meiri tepra með hverju árinu og þá leið mér nú ögn betur. Annað var það sem hún talaði um núna um helgina. Hún sagði á föstudagskvöldið að hún væri orðin eins og ég hún nennti ekki að kynnast þessu fólki sem væri þarna samankomið!!! Eins og talað úr mínum munni. Hún var þá að skírskota til þess þegar ég skrifaði um nágranna mína í 260 Njarðvík sem ég nennti ekki fyrir neina muni að kynnast. Það var svona grumpy blogfærsla hjá mér. Mér leið þá enn betur að hún, sem alltaf er svo jákvæð og hress væri að verða grumpy eins og undirritaður. Engu að síður áttum við yndislega helgi við spjall, drykkju, söng, spjall, bull, leiki og gaman. Það er alltaf svo gaman hjá okkur þegar þessar fjölskyldur sameinast og krakkarnir smella alltaf saman undir eins. Okkur finnst reyndar ótrúlegt vesen á börnum annarra og skiljum ekki hvernig þeir foreldrar nenna að taka þátt í þessu bulli með börnum sínum
Við fórum svo í smá helgistund í morgun þar sem presturinn á Skeiðum sló í gegn með töfrabrögðum og alveg ansi hreint mögnuðum orðum sem hann sendi okkur heim með. Eitt fannst mér alveg stórkostlegt sem hann sagði. Það var að við erum það sem við heyrum og lesum. Ef við heyrum einungis ónytjungsorð þá verðum við ónytjungar en ef við heyrum jákvæð og uppbyggjandi orð þá verðum við sjálft jákvæð og uppbyggjandi (eins og Erna). Hann ræddi einnig um hjónabandið og líkti því við tvær plánetur sem eiga að snúast í kringum hvor aðra en ekki eins og pláneta um sjörnu, þ.e. að önnur snúist um hina öllum stundum.
Þess vegna förum við inn í þessa viku jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir sunnlenskar rigningarskúrir helgarinnar og þrátt fyrir að við höfum þurft að taka fellihýsið blautt saman í morgun og þrátt fyrir snögga fýlu og röfl undirritaðs út af veðrinu þá held ég að við förum jákvæð og bjartsýn inn í vikuna og höldum til Svíþjóðar á föstudagsmorguninn, enda nýbúin að panta gistingu í Stokkhólmi.
Gleðilega viku öll sömul.
Hinn hundpirraðiogsnögguruppásig
ÞG
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar