24.5.2008 | 22:52
Til hamingju Ísland
Svo söng söngdýfan og furðuskrípið Sylvía Night fyrir nokkrum árum. Fulltrúar Íslendinga í Júrófárinu stóðu sig mjög vel í kvöld en eitthvað held ég að vonir og væntingar hafi farið fram úr raunverulegum árangri. Gott að hafa trú á sínu fólki en... allt er gott í hófi.
Skólaslit í dag og okkar synir komust vel frá þeim. Góðar einkunnir og vitnisburðir til fyrirmyndar. Bergur var með hlutverk því hann var annar þeirra sem afhenti kennurum gjafir frá bekknum og svo spilaði hann á gítar í lokaatriði slitanna. Það var svolítið væmin og skrýtin tilfinning að vera á skólaslitum í Laugarbakkaskóla í síðasta skipti
Síðan skellti ég Oddgeir um borð í jeppann og skundaði með hann á hefðbundna túristastaði svona í síðasta skipti. Kolugljúfur, Borgarvirki og Hvítserkur urðu fyrir valinu meðan Bergur reið út á Gauk.
Svo var glápt á Júrófárið eftir geggjað grill. Bergur sá sér betur borgið á Hvt. í stelpuflandri
23.5.2008 | 10:41
Júrófár
Mikill léttir hjá flestum að Ísland hafi komist áðan. Gott fyrir þjóðarsálina (þjóðarskömmina ). Nú er tilefni til að halda Júrópartý út um allt land og þar á meðal á Rsk.
Grilllyktina mun leggja um allan fjörð en hátiíðin verður þó hvorki jafn fjölmenn eða flott og hjá elskulegri systur minni og mági á Greniteignum því þau halda útskriftarveislu fyrir Kollu liltlu sem verður stúdent þennan dag. Vildi að ég hefði getað verið þar. Sendi bara magaveikan fulltrúa í minn stað
Skoðið endilega aukablað Fréttablaðsins i dag um ráðstefnu- og hvataferðir. Þar trónir kunnuglegur offitusjúklingur í fjöruferð í forgrunni )
23.5.2008 | 10:27
Magakveisa
Einhver óárans magakveisa hefur herjað á þá sem gista á H4 í þessari viku. Fyrstur var Bergur sem vakti alla nóttina við klósettstörf og svo er það frumburðurinn sem kvelst suður frá núna í morgunsárið. Sendum honum batnaðarkveðjur með von um gleðilegar klósettstundir.
Hann er þó svo heppinn að hann er kominn með rúmið sitt á H4, ný uppgert og flott
Láttu þér batna Andri minn.
Pa
22.5.2008 | 00:58
Því Jón er kominn heim
Kannski ekki Jón en Bergur er kominn heim úr ævintýraferð til Reykjavíkur. Hann átti frábæran dag með snillingnum Mána Svavarssyni sem nú vinnur að tónlistinni í 3. seríu Latabæjar. Máni hvatti Berg til að taka upp sína tónlist á tölvu og fá sér þær græjur sem því tilheyrir.
Á morgun er vorhátíð grunnskólans og í dag vann Hjörtur Geir að því að útbúa draugahús eða eitthvað þvíumlíkt og er ætlunin að hrekkja gesti vorhátíðarinnar.
Á morgun er líka von á Oddgeiri sem er að koma í Júróvisjón-partý. Svo eru skólaslit á laugardaginn.
21.5.2008 | 00:24
Sá getur allt sem trúir
Þessi fyrirsögn er samandreginn boðskapur Þorgríms Þráinssonar sem heimsótti skólabúðingana í dag og hélt yfir þeim tölu. Hann fór á kostum þegar hann fræddi krakkana eins og hans er von og vísa.
Svo skemmtilega vill til að þessi upphafsorð voru einmitt þau orð sem Hjörtur valdi sér sem ritningarvers í fermingunni sinni. Gott að leggja þau á minnið og draga þau fram þegar þörf er á.
Sá getur allt sem trúir
Annars er Bergur að hressast og ætlar að skella sér til Mána Svavars þegar Andri heldur í ræktina í fyrramálið. Hjörtur Geir hjólaði meðfram Miðfjarðaránni fram að Staðarbakka og aftur í skólann í dag. Svo skellti hann sér í sauðburð á Hvalshöfða hjá Hafdísi vinkonu okkar. Þar tók hann á móti einu lambi og heitir gimbrin sú Snædís Geira (í höfuðið á Þorsteini Snæ, Hafdísi og að sjálfsögðu Hirti Geir sem var ljósmóðirin )
20.5.2008 | 12:42
Bylgjan í dag
Ekki varð neitt af starfskynningu hjá Bergi blessuðum í dag því Bjarni Ara sendi hann beint heim sökum þess að drengurinn væri sárlasinn. Hann var með magakveisu í nótt en vildi endilega harka þetta af sér til að komast í starfskynninguna. Góður maður Bjarni Ara að senda hann bara heim. Núna liggur hann fyrir í Fellsásnum hjá ömmu og afa og reynir að láta sér batna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 15:09
Vorrigning
Já, nú er blautt á Reykjaskóla. Einu sinni heyrði ég að á þessu landssvæði rigndi minnst á landinu, þannig að núna ættum við að stíga trylltan dans af fögnuði. Svo er nú ekki því veðrið hefur letjandi áhrif á letibykkjurnar Þorra og Ingunni. Við erum reyndar búin að vera mjög dugleg í morgun. Grilluðum lamb í hádegismat því það var eini tíminn um helgina sem öll fjölskyldan gat borðað saman. Svo var Hirti skutlað í vorferð Skjaldar og Bergur er á æfingu á Hvammstanga fyrir skólaslitin næsta laugardag. Hópur 10. bekkinga á að spila á skólaslitunum þannig að hann er við æfingar fram að seinni vaktinni sem hefst kl. 4. Andri er búinn að hálffylla sendilinn en er nú í kaffi hjá Jóni og Báru foreldrum Frímanns og bíður stilltur eftir sínum litla bróður svo foreldrarnir þurfi nú ekki að skutlast eina ferð enn á Hvt.
Svo er bara að fylla sendibílinn og leita að einhverjum til að aðstoða frumburðinn við að tæma hann á H4, því við erum bara að spá í að taka þessu rólega áfram og koma heimilinu í eitthvað lag.
Það er góð tilfinning að vera farin að koma dótinu okkar á H4, framtíðarheimili okkar.
Frúin dottar hér um miðjan dag! Slíkt er afar sjaldgæft og er vatn á myllu stríðni minnar þar sem mikið er talað um arfgengt dott í minni fjölskyldu, hehe
Gleðifréttir dagsins:
Búinn að panta ferð fyrir okkur feðga á Silverstone
Andri ætlar að skrá sig á rafiðnaðarbraut í FS
Bergur er að fara í starfskynningu á Bylgjunni á þriðjudag og hjá Mána Svavars í Latabæ á miðvikudag
Næst-síðasta vika skólabúðanna er framundan og Hjörtur verður einn heima með ma og pa
Hjörtur tók þessa mynd af foreldrum sínum í fjöruferðinni á miðvikudag. Við erum bæði íbyggin og dreymin í senn. Veðrið var óvenju gott þennan dag og við vorum að ræða um það hvað við eigum eftir að sakna umhverfisins hér, eins og fjörunnar og fuglanna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2008 | 13:10
Fallinn með 4,9
Þessi titill á nú ekki við um okkur systkinin því rétt í þessu datt inn einkunn fyrir lokaverkefnið okkar. Ágætis einkunn, telst vera 1. einkunn í háskólanámi. Ljómandi hamingja og tilefni til að opna einn grænan, kaldan í pottinum. Ekki að það þurfi sérstakt tilefni til!!!
Frúin er brjáluð í niðurpökkun og sonurinn skundar heim á nýviðgerða sendlinum til flutninga fyrir foreldrana.
Góða helgi.
ÞG
16.5.2008 | 08:25
Suðurhafseyjaprinsinn...
... er kominn heim heill heilsu, án slysa, veikinda eða nokkurra alvarlegra uppákoma. Ferðalagið var skemmtilegt og vel heppnað í alla staði. Frábærir fararstjórar og allt virðist hafa gengið upp. Alla vega fengum við glaðan dreng heim.
Nú er að hefjast vor- og sumarsprengurinn í skutli og reddingum. Einn er að fara að vinna, annar að fara í björgunarsveitarferð og sá þriðji er að fara í vigtun og púl áður en hann sendist heim til að flytja suður alla þá kassa og fleira sem tilbúið er til flutnings suður á H4.
Góða helgi.
15.5.2008 | 11:02
Á ég ekki að sprauta honum?
Þessi setning er fræg úr Heilsubælinu í Gervahverfi og var það doktor Saxi sem stundi þessu upp. Í gær var að dr. Geir sem spurði mig að þessu þegar ég kvartaði um í öxlinni við hann. Hann tróð sprautunni víðs vegar í öxlina og sagði að ég yrði að taka því rólega í 2-3 daga. Sénsinn. Ég er eins og fatlafól og þarf aðstoð við einföldustu hluti eins og að þurrka hárið og fara peysur og jakka. Senn kemur betri tíð því þegar frá líður mun ég víst verða eins og nýr í öxlinni. Verst að þetta dugi ekki fyrir allan líkamann!!!
Í dag er fyrirhugað að færa jeppann til skoðunar og vespuna síkátu til skráningar. Hver veit nema að maður bruni heim á henni svona nýskráðri, nei annars, jeppinn er þægilegri.
Helgin er óráðin. Við sveiflumst milli þess að mála eldhúsið á H4 og að vera heima og sinna börnum og öxlum.
ÞG
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
H4-260
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar